„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 23:01 Í ljós kom að fjöður í rútunni var biluð. Framkvæmdastjóri FÍ segir það einungis útskýra aksturslag ökumannsins að hluta. Mynd er úr safni. SBA-Norðurleið Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira