Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 27. september 2023 12:30 Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar. Þegar þetta er ritað eru nemendur við skólann 445 talsins, fjölgun nemenda nam 10% árið 2021 og 5,6% árið 2022. Haustið 2025 er von á stórum árgangi í 1. bekk eða nemendafjölda sem nemur þremur bekkjum í árgangi. Í áfanga þessum sem nú er byggður er mötuneyti skólans stækkað en í dag skiptist hádegishlé í fimm holl, auk þess að nemendur í 2. og 5. bekk borða þrjá - fjóra daga í sinni heimastofu. Í þriðja áfanga bætist við auk mötuneytis, sérfræðingarými, aðstaða skólahjúkrunarfræðings, sér- og stuðningsdeild, aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, salur og þrjár minni kennslustofur. Þriðji áfangi Grunnskólans í Hveragerði er hluti af fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árin 2023-2026. Áætlunin var samþykkt, á 555. fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 8. desember 2022, með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en minnihlutinn D- listi sat hjá við afgreiðsluna. Nemendur, starfsfólk, stjórnendur og aðrir hagaðilar hafa sýnt mikið æðruleysi gagnvart þeim húsnæðisskorti sem við búum við í dag og eiga miklar þakkir skyldar fyrir samstarfsviljann. Allir hafa lagst á eitt við það að láta hlutina ganga upp og þreyja þorrann þar til aðstaðan verður betri en áætluð verklok stækkunar grunnskólans í Hveragerði er árið 2025. Menntun og velsæld barna er í fyrsta sæti! Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar. Þegar þetta er ritað eru nemendur við skólann 445 talsins, fjölgun nemenda nam 10% árið 2021 og 5,6% árið 2022. Haustið 2025 er von á stórum árgangi í 1. bekk eða nemendafjölda sem nemur þremur bekkjum í árgangi. Í áfanga þessum sem nú er byggður er mötuneyti skólans stækkað en í dag skiptist hádegishlé í fimm holl, auk þess að nemendur í 2. og 5. bekk borða þrjá - fjóra daga í sinni heimastofu. Í þriðja áfanga bætist við auk mötuneytis, sérfræðingarými, aðstaða skólahjúkrunarfræðings, sér- og stuðningsdeild, aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, salur og þrjár minni kennslustofur. Þriðji áfangi Grunnskólans í Hveragerði er hluti af fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árin 2023-2026. Áætlunin var samþykkt, á 555. fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 8. desember 2022, með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en minnihlutinn D- listi sat hjá við afgreiðsluna. Nemendur, starfsfólk, stjórnendur og aðrir hagaðilar hafa sýnt mikið æðruleysi gagnvart þeim húsnæðisskorti sem við búum við í dag og eiga miklar þakkir skyldar fyrir samstarfsviljann. Allir hafa lagst á eitt við það að láta hlutina ganga upp og þreyja þorrann þar til aðstaðan verður betri en áætluð verklok stækkunar grunnskólans í Hveragerði er árið 2025. Menntun og velsæld barna er í fyrsta sæti! Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar