Ekið verður frá Lækjartorgi og alla leið á Hamranes. Á leiðinni til Hafnarfjarðar verður einnig stoppað í Hamraborg í Kópavogi og Ásgarði í Garðabæ.
Brottfarartími verður klukkan 1:20, 2:25 og 3:45. Ekið verður undir merkjum leiðar 101 sem verður fimmta næturstrætóleiðin. Einnig ekur leið 103 í Breiðholt, 104 í Úlfarsárdal, 105 í Árbæ og 106 í Mosfellsbæ.
