„Fólk var farið að öskra“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2023 23:20 Guðmundur Ingi vonast til þess að rútufyrirtækið sem og stjórnvöld bregðist við vegna málsins. Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“ Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira