Lygarinn, ég? Jón Ármann Steinsson skrifar 26. september 2023 15:00 Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30 Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00 Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF.
Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30
Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun