Einhleypan: Með meistaragráðu í að njóta lífsins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. október 2023 09:01 Kolbrún Ásta er Einhleypa vikunnar. Kolbrún Ásta. Kolbrún Ásta Bjarnadóttir starfar sem flugfreyja hjá Play og segist elska starfið og ævintýrin sem því fylgir. Hún lýsir sjálfri sér sem jákvæðri, opinni og hugmyndaríkri konu sem er með meistaragráðu í að njóta lífsins. Kolbrún er mikil félagsvera og segir fátt betra en samvera með börnum sínum, fjölskyldu og vinum. Spurð hvað heilli hana í fari annarra segir hún einlægni, hreinskilni, metnað, frumkvæði, kjark, sjálfstraust, hjartahlýju og kímnigáfu standa framar öllu. Kolbrún Ásta. Hún segir að draumastefnumótið þurfi klárlega að innihalda draumaprinsinn, spurð hvernig hún sjái það fyrir sér: „Annars getur hið draumkenndasta og skemmtilegasta stefnumót orðið alveg ómerkilegt og óspennandi. En annars elska ég allskonar óhefðbundin ævintýri og fíla að láta koma mér á óvart,“ segir Kolbrún sem getur þó ekki gefið upp alla uppskriftina. „Aðilinn verður bara að vera hugmyndaríkur.“ Hér að neðan svarar Kolbrún Ásta spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? Ég er 36 ára. Starf? Ég starfa sem flugfreyja hjá Play og elska það. Áhugamál? Ég elska að ferðast og upplifa eitthvað nýtt. Ég hef áhuga á fólki og framandi stöðum. Ég hef einnig áhuga á allskyns hreyfingu og útivist, fjallgöngum, bakstri og ljósmyndun. En umfram allt elska ég að fíflast, hlæja og koma öðrum til að hlæja. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég á mörg gælunöfn og ég efast um að ég geti talið þau öll upp, þetta klassíska er náttúrulega bara Kolla, svo eru það Lolbrún eða Lolla (því ég elska að hlæja og koma öðrum til að hlæja) Galbrún (það útskýrir sig nokkuð sjálft). Svo á ég eitt hliðarsjálf sem hefur reyndar verið í dvala um þónokkurt skeið en það fékk iðulega að kíkja í heimsókn og skemmta lýðnum á unglingsárunum. Það heitir Kzenja. Í dag kíkir hún bara í heimsókn eftir nokkra drykki og mikið pepp. Aldur í anda? Ætli ég sveiflist ekki á milli þess að vera þrettán ára og korter í nírætt. Kolbrún Ásta. Menntun? Ég útskrifaðist frá HÍ árið 2015 úr tómstunda- og félagsmálafræði með jarðfræði sem aukagrein. Þannig ætli ég geti ekki kallað mig tómstundajarðfræðing? Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ein með öllu, mínus laukur. Guilty pleasure kvikmynd? Stella í orlofi, my all time favorite. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já alveg mörgum. Til dæmis Jónsa í Svörtum fötum, Val í Buttercup, Eminem, Brad Pitt, Ashton Kutcher, Vin Diesel, Heath Ledger, Ryan Phillippe og að ógleymdum Leonardo Dicaprio. Plaköt með þeim fengu að prýða herbergið mitt á unglingsárunum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já ég er víst sek um það, en bara þegar um Lolluna er að ræða. Ég tala einnig um mig í fleirtölu af einhverjum illskiljanlegum ástæðum, en ég segi oft við þegar ég tala um mig eina. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já ég geri það alveg á góðum degi, þá helst Sunny með Boney M eða Lovely day með Bill Withers. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Þau eru þrjú sem að tróna á toppnum: Spotify, Instagram og Headspace. Ertu á stefnumótaforritum? Ég kíki af og til á markaðinn á Tinder, en ég verð að segja að ég er ekkert allt of hrifin af þessum forritum. Ég get til dæmis ekki þegar ég fæ skilaboð þarna inni á borð við, hæ, hæ hæ eða hvað segir þú gott?. Bara í alvöru, komdu með eitthvað aðeins öðruvísi. Það krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Það er til dæmis hægt að senda spurningar á borð við: hvort myndirðu frekar, eða …?. Ef þú myndir vinna í lottó hvað myndirðu gera við peningana? Kafa um kóralrif eða láta sleðahunda draga þig um Drangjökul? Eða hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ég er jákvæð, hvatvís og alltaf í ævintýraleit. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Lífsglöð, sjálfstæð og fyndin. Orkumikil, jákvæð og umhyggjusöm. Gleðigjafi, hjartahlý og jákvæð. Hvatvís, ævintýragjörn og metnaðarfull. Hjartahlýjust, powerful og einstökust. Útsjónarsöm, þrautseig og þolinmóð. Kolbrún Ásta. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Einlægni, hreinskilni, metnaður, frumkvæði, kjarkur, sjálfstraust, hjartahlýja og kímnigáfa. En óheillandi? Hroki, stjórnsemi, óheiðarleiki, tilætlunarsemi, leti og framtaksleysi. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri klárlega flamingo, elska allt sem hann táknar og stendur fyrir, svo er hann líka einstaklega fallegur á litinn og tignarlegur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi bjóða Eddu Björgvins, ömmu minni heitinni og Ivan Pavlov, ég held að það yrði helvíti gott gigg. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já þónokkrum ég get til að mynda dansað eins og enginn sé að horfa (er sjálflærð) svo get ég notið vandræðalegu þagnanna sem að flestir forðast. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst ekkert skemmtilegra en að búa til skemmtilegar og fallegar minningar með börnunum mínum, fjölskyldu og vinum. Fara í ævintýri, á tónleika eða í góða veislu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga frá þvotti, dæla bensíni á bílinn, standa í röð og rökræða við hálfvita. Ertu A eða B týpa? B alla dagana, allt árið um kring. Kolbrún Ásta starfar sem flugfreyja hjá flugfélaginu PLAY.Kolbrún Ásta. Hvernig viltu eggin þín? Alltaf sunny side up eða tæplega harðsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Það er svolítið allt eða ekkert hvað varðar kaffið. Það er annað hvort svart eins og sálin eða karamellu frappó með kókosmjólk. Annars er ég meira fyrir orkudrykki og þá tróna á toppnum Nocco Miami og hvíta skrímslið. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég kíki alltaf á Kalda og Danska, annars er ég voða lítið á skemmtistöðunum. Ég er meira fyrir að henda mér í góða fjallgöngu, náttúrulaugar eða annars konar ævintýri. Ertu með einhvern bucket lista? Ég er með allskyns bucket lista. Ég geri alltaf bucketlista fyrir hverja árstíð og svo er ég með einn lista yfir það sem mig langar að gera áður en ég kveð þennan heim. Á honum eru til dæmis hlutir eins og fara í loftbelg, kafa um kóralrif, fara í zip line, láta sleðahunda draga mig á sleða, surfa, fara í parasailing, læra að dansa, keyra mótorhjól, sofa undir berum himni, sigla bát, stofna podcast, læra að gera orminn, ganga á höndum og svo margt, margt fleira. Ég gæti haldið endalaust áfram. Kolbrún Ásta. Draumastefnumótið? Draumastefnumótið þarf að klárlega að innihalda draumaprinsinn annars getur hið draumkenndasta og skemmtilegasta stefnumót orðið alveg ómerkilegt og óspennandi. En annars elska ég allskonar óhefðbundin ævintýri og fíla að láta koma mér á óvart. Ég get alls ekki gefið upp uppskriftina, aðilinn verður bara að vera hugmyndaríkur. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha jesus minn ég geri lítið annað en að syngja einhverja texta vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Þættina And just like that, mæli með. Hvaða bók lastu síðast? Hmm.. ætli það hafi ekki bara verið Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness. Hvað er Ást? Að vera til staðar, að hlusta án þess að ráðleggja, að gera eitthvað fallegt án ástæðu, að styðja, að fá að hlýja sér á köldum tásunum um miðja nótt, blóm án tilefna, að fylla bílinn óumbeðinn, koddahjal og galsi, tilefnislaus knús eða lófi í lófa. En umfram allt er ást þegar þér líður eins og þú sért heima. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Lítið fyrir að svæpa, meira í að detta um fólk á dansgólfinu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir söng og leikkona elskar hasar, haust og smalamennsku. Hún lýsir sjálfri sér sem ævintýragjarnri og tilfinningaríkri. Hugrekki og opinn hugur eru meðal þeirra persónueinkenna sem heilli hana mest. 19. september 2023 20:04 Einhleypan: „Mamma bannar mér að fara út í pólitík og fá mér húðflúr“ Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn, þekktur sem Gústi B, lýsir sjálfum sér sem duglegum, metnaðarfullum og kolrugluðum ungum manni. Hann heillast að sjálfsöryggi þegar það kemur að samskiptum kynjanna og segir kokteilar og píla í miðbænum uppskrift að hinu fullkomna stefnumóti. 3. september 2023 21:22 Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur. 23. ágúst 2023 20:00 Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. 29. júlí 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Kolbrún er mikil félagsvera og segir fátt betra en samvera með börnum sínum, fjölskyldu og vinum. Spurð hvað heilli hana í fari annarra segir hún einlægni, hreinskilni, metnað, frumkvæði, kjark, sjálfstraust, hjartahlýju og kímnigáfu standa framar öllu. Kolbrún Ásta. Hún segir að draumastefnumótið þurfi klárlega að innihalda draumaprinsinn, spurð hvernig hún sjái það fyrir sér: „Annars getur hið draumkenndasta og skemmtilegasta stefnumót orðið alveg ómerkilegt og óspennandi. En annars elska ég allskonar óhefðbundin ævintýri og fíla að láta koma mér á óvart,“ segir Kolbrún sem getur þó ekki gefið upp alla uppskriftina. „Aðilinn verður bara að vera hugmyndaríkur.“ Hér að neðan svarar Kolbrún Ásta spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? Ég er 36 ára. Starf? Ég starfa sem flugfreyja hjá Play og elska það. Áhugamál? Ég elska að ferðast og upplifa eitthvað nýtt. Ég hef áhuga á fólki og framandi stöðum. Ég hef einnig áhuga á allskyns hreyfingu og útivist, fjallgöngum, bakstri og ljósmyndun. En umfram allt elska ég að fíflast, hlæja og koma öðrum til að hlæja. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég á mörg gælunöfn og ég efast um að ég geti talið þau öll upp, þetta klassíska er náttúrulega bara Kolla, svo eru það Lolbrún eða Lolla (því ég elska að hlæja og koma öðrum til að hlæja) Galbrún (það útskýrir sig nokkuð sjálft). Svo á ég eitt hliðarsjálf sem hefur reyndar verið í dvala um þónokkurt skeið en það fékk iðulega að kíkja í heimsókn og skemmta lýðnum á unglingsárunum. Það heitir Kzenja. Í dag kíkir hún bara í heimsókn eftir nokkra drykki og mikið pepp. Aldur í anda? Ætli ég sveiflist ekki á milli þess að vera þrettán ára og korter í nírætt. Kolbrún Ásta. Menntun? Ég útskrifaðist frá HÍ árið 2015 úr tómstunda- og félagsmálafræði með jarðfræði sem aukagrein. Þannig ætli ég geti ekki kallað mig tómstundajarðfræðing? Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ein með öllu, mínus laukur. Guilty pleasure kvikmynd? Stella í orlofi, my all time favorite. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já alveg mörgum. Til dæmis Jónsa í Svörtum fötum, Val í Buttercup, Eminem, Brad Pitt, Ashton Kutcher, Vin Diesel, Heath Ledger, Ryan Phillippe og að ógleymdum Leonardo Dicaprio. Plaköt með þeim fengu að prýða herbergið mitt á unglingsárunum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já ég er víst sek um það, en bara þegar um Lolluna er að ræða. Ég tala einnig um mig í fleirtölu af einhverjum illskiljanlegum ástæðum, en ég segi oft við þegar ég tala um mig eina. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já ég geri það alveg á góðum degi, þá helst Sunny með Boney M eða Lovely day með Bill Withers. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Þau eru þrjú sem að tróna á toppnum: Spotify, Instagram og Headspace. Ertu á stefnumótaforritum? Ég kíki af og til á markaðinn á Tinder, en ég verð að segja að ég er ekkert allt of hrifin af þessum forritum. Ég get til dæmis ekki þegar ég fæ skilaboð þarna inni á borð við, hæ, hæ hæ eða hvað segir þú gott?. Bara í alvöru, komdu með eitthvað aðeins öðruvísi. Það krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Það er til dæmis hægt að senda spurningar á borð við: hvort myndirðu frekar, eða …?. Ef þú myndir vinna í lottó hvað myndirðu gera við peningana? Kafa um kóralrif eða láta sleðahunda draga þig um Drangjökul? Eða hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ég er jákvæð, hvatvís og alltaf í ævintýraleit. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Lífsglöð, sjálfstæð og fyndin. Orkumikil, jákvæð og umhyggjusöm. Gleðigjafi, hjartahlý og jákvæð. Hvatvís, ævintýragjörn og metnaðarfull. Hjartahlýjust, powerful og einstökust. Útsjónarsöm, þrautseig og þolinmóð. Kolbrún Ásta. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Einlægni, hreinskilni, metnaður, frumkvæði, kjarkur, sjálfstraust, hjartahlýja og kímnigáfa. En óheillandi? Hroki, stjórnsemi, óheiðarleiki, tilætlunarsemi, leti og framtaksleysi. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri klárlega flamingo, elska allt sem hann táknar og stendur fyrir, svo er hann líka einstaklega fallegur á litinn og tignarlegur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi bjóða Eddu Björgvins, ömmu minni heitinni og Ivan Pavlov, ég held að það yrði helvíti gott gigg. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já þónokkrum ég get til að mynda dansað eins og enginn sé að horfa (er sjálflærð) svo get ég notið vandræðalegu þagnanna sem að flestir forðast. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst ekkert skemmtilegra en að búa til skemmtilegar og fallegar minningar með börnunum mínum, fjölskyldu og vinum. Fara í ævintýri, á tónleika eða í góða veislu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga frá þvotti, dæla bensíni á bílinn, standa í röð og rökræða við hálfvita. Ertu A eða B týpa? B alla dagana, allt árið um kring. Kolbrún Ásta starfar sem flugfreyja hjá flugfélaginu PLAY.Kolbrún Ásta. Hvernig viltu eggin þín? Alltaf sunny side up eða tæplega harðsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Það er svolítið allt eða ekkert hvað varðar kaffið. Það er annað hvort svart eins og sálin eða karamellu frappó með kókosmjólk. Annars er ég meira fyrir orkudrykki og þá tróna á toppnum Nocco Miami og hvíta skrímslið. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég kíki alltaf á Kalda og Danska, annars er ég voða lítið á skemmtistöðunum. Ég er meira fyrir að henda mér í góða fjallgöngu, náttúrulaugar eða annars konar ævintýri. Ertu með einhvern bucket lista? Ég er með allskyns bucket lista. Ég geri alltaf bucketlista fyrir hverja árstíð og svo er ég með einn lista yfir það sem mig langar að gera áður en ég kveð þennan heim. Á honum eru til dæmis hlutir eins og fara í loftbelg, kafa um kóralrif, fara í zip line, láta sleðahunda draga mig á sleða, surfa, fara í parasailing, læra að dansa, keyra mótorhjól, sofa undir berum himni, sigla bát, stofna podcast, læra að gera orminn, ganga á höndum og svo margt, margt fleira. Ég gæti haldið endalaust áfram. Kolbrún Ásta. Draumastefnumótið? Draumastefnumótið þarf að klárlega að innihalda draumaprinsinn annars getur hið draumkenndasta og skemmtilegasta stefnumót orðið alveg ómerkilegt og óspennandi. En annars elska ég allskonar óhefðbundin ævintýri og fíla að láta koma mér á óvart. Ég get alls ekki gefið upp uppskriftina, aðilinn verður bara að vera hugmyndaríkur. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha jesus minn ég geri lítið annað en að syngja einhverja texta vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Þættina And just like that, mæli með. Hvaða bók lastu síðast? Hmm.. ætli það hafi ekki bara verið Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness. Hvað er Ást? Að vera til staðar, að hlusta án þess að ráðleggja, að gera eitthvað fallegt án ástæðu, að styðja, að fá að hlýja sér á köldum tásunum um miðja nótt, blóm án tilefna, að fylla bílinn óumbeðinn, koddahjal og galsi, tilefnislaus knús eða lófi í lófa. En umfram allt er ást þegar þér líður eins og þú sért heima.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Lítið fyrir að svæpa, meira í að detta um fólk á dansgólfinu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir söng og leikkona elskar hasar, haust og smalamennsku. Hún lýsir sjálfri sér sem ævintýragjarnri og tilfinningaríkri. Hugrekki og opinn hugur eru meðal þeirra persónueinkenna sem heilli hana mest. 19. september 2023 20:04 Einhleypan: „Mamma bannar mér að fara út í pólitík og fá mér húðflúr“ Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn, þekktur sem Gústi B, lýsir sjálfum sér sem duglegum, metnaðarfullum og kolrugluðum ungum manni. Hann heillast að sjálfsöryggi þegar það kemur að samskiptum kynjanna og segir kokteilar og píla í miðbænum uppskrift að hinu fullkomna stefnumóti. 3. september 2023 21:22 Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur. 23. ágúst 2023 20:00 Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. 29. júlí 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Lítið fyrir að svæpa, meira í að detta um fólk á dansgólfinu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir söng og leikkona elskar hasar, haust og smalamennsku. Hún lýsir sjálfri sér sem ævintýragjarnri og tilfinningaríkri. Hugrekki og opinn hugur eru meðal þeirra persónueinkenna sem heilli hana mest. 19. september 2023 20:04
Einhleypan: „Mamma bannar mér að fara út í pólitík og fá mér húðflúr“ Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn, þekktur sem Gústi B, lýsir sjálfum sér sem duglegum, metnaðarfullum og kolrugluðum ungum manni. Hann heillast að sjálfsöryggi þegar það kemur að samskiptum kynjanna og segir kokteilar og píla í miðbænum uppskrift að hinu fullkomna stefnumóti. 3. september 2023 21:22
Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur. 23. ágúst 2023 20:00
Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. 29. júlí 2023 20:00