Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Jón Ármann Steinsson skrifar 25. september 2023 14:00 Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” „Nei, það er ekki til sölu.” „Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.” Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.” „Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn - en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.” Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?” „Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.” Þá les ég á mbl.is að Kynnisferðir hafi skipt um firmanafn og héti nú ICELANDIA. Í firmaskrá var bara mitt fyrirtæki en á mbl.is stóð: „Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirækið fengið nýtt heiti, ICELANDIA.” „Mikil reynsla einkennir nýtt stjórnendateymi ICELANDIA, samstæðu Reykjavík Excursions/Kynniferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is, Flybus, dráttarbílafyrirtækisins Garðakletts og umboðsaðila bílaleigunnar Enterprise Rent-a-Car.” „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktson.” „Framkvæmdastjóri ICELANDIA er Björn Ragnarsson fyrrum forstjóri Kynnisferða.” Vá! Hér er verið að tilkynna kjörna stjórn í fyrirtæki sem var ekki til í íslenskri firmaskrá! Næst rekst ég á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég sendi „forstjóra ICELANDIA” póst og spurði; Vann þessi maður hjá ykkur því ekki vann hann hjá mér? Svarið kom um hæl; Arnar Már starfaði hjá vörumerkinu ICELANDIA. Ég sendi til baka skjámynd af Hugverk.is sem sýndi að Kynnisferðir ættu engin ICELANDIA vörumerki. Næst snéri ég mér að ráðuneyti viðskipta og ferðamála, útskýrði málið og bað um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt; inn með Kynnisferðir, út með ICELANDIA. Í barnaskap mínum hélt ég að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. Ljóst var að hæfisnefndin sem var ábyrg fyrir ráðningu æðsta embættismanns ferðamála hafði hlaupið á sig og auðvitað myndu þeir laga þá hrukku. En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein. Meira um þögn eða þöggun. Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína. Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann. Í siðmenntuðum löndum varðar “corporate identity theft” við hegningarlög, en á Íslandi telst kennslastuldur vera einkaréttarmál milli steluþjófs og fórnarlambs. Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig? Hvað segir ráðherra viðskipta, menningar og ferðamála um þá hugmynd? Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” „Nei, það er ekki til sölu.” „Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.” Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.” „Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn - en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.” Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?” „Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.” Þá les ég á mbl.is að Kynnisferðir hafi skipt um firmanafn og héti nú ICELANDIA. Í firmaskrá var bara mitt fyrirtæki en á mbl.is stóð: „Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirækið fengið nýtt heiti, ICELANDIA.” „Mikil reynsla einkennir nýtt stjórnendateymi ICELANDIA, samstæðu Reykjavík Excursions/Kynniferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is, Flybus, dráttarbílafyrirtækisins Garðakletts og umboðsaðila bílaleigunnar Enterprise Rent-a-Car.” „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktson.” „Framkvæmdastjóri ICELANDIA er Björn Ragnarsson fyrrum forstjóri Kynnisferða.” Vá! Hér er verið að tilkynna kjörna stjórn í fyrirtæki sem var ekki til í íslenskri firmaskrá! Næst rekst ég á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég sendi „forstjóra ICELANDIA” póst og spurði; Vann þessi maður hjá ykkur því ekki vann hann hjá mér? Svarið kom um hæl; Arnar Már starfaði hjá vörumerkinu ICELANDIA. Ég sendi til baka skjámynd af Hugverk.is sem sýndi að Kynnisferðir ættu engin ICELANDIA vörumerki. Næst snéri ég mér að ráðuneyti viðskipta og ferðamála, útskýrði málið og bað um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt; inn með Kynnisferðir, út með ICELANDIA. Í barnaskap mínum hélt ég að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. Ljóst var að hæfisnefndin sem var ábyrg fyrir ráðningu æðsta embættismanns ferðamála hafði hlaupið á sig og auðvitað myndu þeir laga þá hrukku. En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein. Meira um þögn eða þöggun. Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína. Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann. Í siðmenntuðum löndum varðar “corporate identity theft” við hegningarlög, en á Íslandi telst kennslastuldur vera einkaréttarmál milli steluþjófs og fórnarlambs. Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig? Hvað segir ráðherra viðskipta, menningar og ferðamála um þá hugmynd? Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun