Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin.
Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa
Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir.
Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum
Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu.
Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F
— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023
Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega.
Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur.
Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023
Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu.
Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu.
/1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1
— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023