Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar? Finnur Birgisson skrifar 25. september 2023 07:31 „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
„Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun