Hvað nákvæmlega gerðist virðist vera nokkuð á huldu en Rashford virðist hafa misst stjórn á bílnum með þessum afleiðingum. Ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl en Rashford var eðlilega nokkuð brugðið. Lögreglan lét hann blása og var hann ekki undir áhrifum áfengis.
Stöðva þurfti umferð um svæðið og vegfarandi tók upp myndband af bifreið Rashford sem er eins og sjá má nokkuð illa farin. Svo virðist sem Rashford hafi keyrt nokkuð greiðlega af skemmdunum að dæma.
Marcus Rashford Car Crash after Burnley game yesterday #Skysports #skysportsnews #FPL #MUFC #Rashford #BurnleyFC pic.twitter.com/DfmnxiLShu
— LiamShevv (@LiamShevv) September 24, 2023
Bruno Fernandes, fyrirliði United, var einn af fyrstu mönnum á vettvang og hughreysti Rashford en það það eina sem virðist þó hafa særst í þessum árekstri er stolt Rashford, sem er nú með jafnmörg bílslys á tímabilinu og mörk.
Hvorki Manchester United né Marcus Rashford hafa tjáð sig um málið að svo stöddu.