Sveindís var ekki með íslenska liðinu sem vann 1-0 sigur gegn Wales í opnunarleik liðanna í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Sveindís er að glíma við meiðsli og var því utan hóps. Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir hefur verið kölluð inn í hópinn í stað Sveindísar.
Þrátt fyrir fjarveru Sveindísar tókst íslenska liðinu að kreista fram sigur gegn Walesverjum, en öllu verra er að missa Sveindísi úr liðinu gegn sterku liði Þjóðverja næstkomandi þriðjudag.
Sveindís er gríðarlega mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu og hefur skorað átta mörk í 30 leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hún er leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi þar sem hún varð þýskur meistari árið 2022 og þýskur bikarmeistari í fyrra.