Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 13:32 Jimmy Carter árið 2019. Getty/Paul Hennessy Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku. Jason Carter, barnabarn Jimmy Carter, sagði í samtali við New York Times að aðstandendur forsetans fyrrverandi kvöddu hann þegar hann fór á líknandi meðferð. Hann flutti því aftur í hús sem hann og eiginkona hans hafa búið í frá árinu 1961. „Ég var á sjúkrahúsinu með honum og kvaddi hann á. Við bjuggumst við að þessu myndi ljúka á einni viku og núna eru liðnir sjö mánuði,“ sagði Jason Carter. Í frétt New York Times segir að engin sérstök veikindi hafi leitt til þess að Carter hafi tekið þá ákvörðun að fara á líknandi meðferð. Hann hafi verið orðinn þreyttur á því að fara ítrekað á sjúkrahús. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur lifað lengur en Jimmy Carter. Hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að vera hafnað af kjósendum á sínum tíma hefur Carter unnið sér sess í hjarta Bandaríkjamanna með miklum góðgerðarstörfum í gegnum árinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. Á undanförnum árum hefur Carter varið miklum tíma í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. Hann féll einnig nokkrum sinnum árið 2019 og braut meðal annars mjöðm. NYT hefur eftir fjölskyldumeðlimum Carters að frá því hann fór af sjúkrahúsinu og heim til sín í Georgíu hafi honum borist mikið af lofræðum og kveðjum. Í raun má segja að hann hafi fengið að hlusta á og lesa líkræður sínar og segir fjölskylda hans að hann sé mjög þakklátur fyrir öll hlýju orðin. Stofnunin Carter Center hefur beðið stuðningsmenn og fólk sem Carter hefur haft áhrif á um að senda inn afmæliskveðjur og minningar. Búa á til stafræna mósaík úr þessum kveðjum og skilaboðum sem Carter mun svo skoða með fjölskyldu sinni. Almenningur mun einnig fá aðgang í verkinu. Fjölmargar kveðjur hafa borist á fyrstu dögunum. Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Jason Carter, barnabarn Jimmy Carter, sagði í samtali við New York Times að aðstandendur forsetans fyrrverandi kvöddu hann þegar hann fór á líknandi meðferð. Hann flutti því aftur í hús sem hann og eiginkona hans hafa búið í frá árinu 1961. „Ég var á sjúkrahúsinu með honum og kvaddi hann á. Við bjuggumst við að þessu myndi ljúka á einni viku og núna eru liðnir sjö mánuði,“ sagði Jason Carter. Í frétt New York Times segir að engin sérstök veikindi hafi leitt til þess að Carter hafi tekið þá ákvörðun að fara á líknandi meðferð. Hann hafi verið orðinn þreyttur á því að fara ítrekað á sjúkrahús. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur lifað lengur en Jimmy Carter. Hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að vera hafnað af kjósendum á sínum tíma hefur Carter unnið sér sess í hjarta Bandaríkjamanna með miklum góðgerðarstörfum í gegnum árinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. Á undanförnum árum hefur Carter varið miklum tíma í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. Hann féll einnig nokkrum sinnum árið 2019 og braut meðal annars mjöðm. NYT hefur eftir fjölskyldumeðlimum Carters að frá því hann fór af sjúkrahúsinu og heim til sín í Georgíu hafi honum borist mikið af lofræðum og kveðjum. Í raun má segja að hann hafi fengið að hlusta á og lesa líkræður sínar og segir fjölskylda hans að hann sé mjög þakklátur fyrir öll hlýju orðin. Stofnunin Carter Center hefur beðið stuðningsmenn og fólk sem Carter hefur haft áhrif á um að senda inn afmæliskveðjur og minningar. Búa á til stafræna mósaík úr þessum kveðjum og skilaboðum sem Carter mun svo skoða með fjölskyldu sinni. Almenningur mun einnig fá aðgang í verkinu. Fjölmargar kveðjur hafa borist á fyrstu dögunum.
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira