Munaði um hvern mann í björgunaraðgerðum gærkvöldsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2023 13:16 Betur fór en á horfðist þegar rannsóknarskip strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Aðgerðir gengu hratt og örugglega fyrir sig og segir aðgerðarstjóri að það hafi munað mikið um framlag hvers og eins. Landsbjörg Það gekk hratt og örugglega að koma rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni á flot eftir að það strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Flytja þurfti átta skipverja af tuttugu frá borði og í fjöldahjálparstöð á Tálknafirði. Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári. Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári.
Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56
Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00