Rússneskur NHL leikmaður leggst gegn stríðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. september 2023 15:31 Nikita Zadorov Vísir Nikita Zadorov, rússneskur leikmaður Calgary Flames í NHL íshokkídeildinni sagðist mótfallinn stríðinu sem Rússland herjar gegn Úkraínu. Hann skammist sín fyrir aðgerðir samlanda sinna. Zadorov segir stríðið hafa legið á huga sér allt frá því það byrjaði. Upphaflega hafi sú hugmynd komið upp að allir rússneskir leikmenn NHL deildarinnar gæfu út sameiginlega yfirlýsingu en fallist hafi verið frá þeim áformum vegna þess að leikmenn voru ósammála um hvað skyldi segja. „Við leikmennirnir skiptumst upp í tvær fylkingar, þeir sem trúðu áróðrinum og þeir sem voru með réttu ráði, að mínu mati.“ „Hinir vildu taka það fram að Úkraína hefði látið Rússa liggja undir skothríð í Donbas síðustu ár, en það er lygi“ bætti Zadorov við. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8qoUSy-qTks">watch on YouTube</a> Zadorov er með þessum yfirlýsingum fyrsti rússneski NHL leikmaðurinn sem talar opinberlega gegn stríðinu. Flestir hafa látið þögnina ríkja en Alex Ovechin, leikmaður Washington Capitals, hefur opinberlega stutt stríðið. Hann segist skilja þá samlanda sína sem spila enn í KHL deildinni, sameiginleg íshokkídeild Rússlands, Belarús, Kazakhstan og Kína. Hann efast þó ekki um að margir þessara leikmanna séu andvígir stríðinu. „Þeir þurfa að afla tekna fyrir sig og fjölskyldur sínar. Því miður er heimurinn þannig gerður að stundum verðurðu að leggja þínar lífsskoðanir til hliðar svo þú getir sinnt starfinu þínu.“ Zadorov hefur ekki farið heimalands síns síðan árið 2022. Herskylda liggur yfir honum og leikmaðurinn óttast það að vera kallaður til átaka ef hann snýr aftur til Rússlands. Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Zadorov segir stríðið hafa legið á huga sér allt frá því það byrjaði. Upphaflega hafi sú hugmynd komið upp að allir rússneskir leikmenn NHL deildarinnar gæfu út sameiginlega yfirlýsingu en fallist hafi verið frá þeim áformum vegna þess að leikmenn voru ósammála um hvað skyldi segja. „Við leikmennirnir skiptumst upp í tvær fylkingar, þeir sem trúðu áróðrinum og þeir sem voru með réttu ráði, að mínu mati.“ „Hinir vildu taka það fram að Úkraína hefði látið Rússa liggja undir skothríð í Donbas síðustu ár, en það er lygi“ bætti Zadorov við. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8qoUSy-qTks">watch on YouTube</a> Zadorov er með þessum yfirlýsingum fyrsti rússneski NHL leikmaðurinn sem talar opinberlega gegn stríðinu. Flestir hafa látið þögnina ríkja en Alex Ovechin, leikmaður Washington Capitals, hefur opinberlega stutt stríðið. Hann segist skilja þá samlanda sína sem spila enn í KHL deildinni, sameiginleg íshokkídeild Rússlands, Belarús, Kazakhstan og Kína. Hann efast þó ekki um að margir þessara leikmanna séu andvígir stríðinu. „Þeir þurfa að afla tekna fyrir sig og fjölskyldur sínar. Því miður er heimurinn þannig gerður að stundum verðurðu að leggja þínar lífsskoðanir til hliðar svo þú getir sinnt starfinu þínu.“ Zadorov hefur ekki farið heimalands síns síðan árið 2022. Herskylda liggur yfir honum og leikmaðurinn óttast það að vera kallaður til átaka ef hann snýr aftur til Rússlands.
Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira