Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2023 08:31 Fjölskyldan í Vallakoti úti á akri, frá vinstri. Ingólfur, Þórsteinn Rúnar, Arnþór og Indíana. Þau eru að rækta níu tegundir af útiræktuðu grænmeti á sínu öðru ári í garðyrkjunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira