Sádi-arabíska ríkið hefur verið sakað um að fjárfesta í íþróttaliðum og -viðburðum og nota það til að bæta ímynd sína á alþjóðavísu.
Sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF hefur til að mynda lagt gríðarlegt fjármagn í knattspyrnulið í landinu og keypt hverja stórstjörnuna á fætur annarri. Þá keypti sjóðurinn einnig enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle ásamt því að koma LIV-mótaröðinni í golfi á laggirnar.
„Ef íþróttaþvætti mun auka landsframleiðsluna okkar um eitt prósent þá munum við halda áfram að stunda íþróttaþvætti,“ sagði Bin Salman í samtali við Fox News.
„Mér er alveg sama um þetta orð. Ég er búinn að ná fram eins prósent aukningu í landsframleiðslu í gegnum íþróttir og ég stefni á að ná einu og hálfu prósenti í viðbót.“
„Þið getið kallað þetta það sem ykkur sýnist, en við munum ná þessu eina og hálfa prósenti.“
🇸🇦🗣️ Saudi Crown Prince Mohammed bin Salman: "If sportswashing is going to increase our GDP, we'll continue sportswashing. I don't care." pic.twitter.com/2X91xnN0D0
— DW Sports (@dw_sports) September 21, 2023