Lægstu barnabætur aldarinnar? Kristófer Már Maronsson skrifar 21. september 2023 07:30 Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Félagsmál Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun