„Sumir leikmenn þurfa að spila fyrir nýjum samningum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 20. september 2023 19:22 Hallgrímur Jónasson og Eiður Ben Eiríksson mynda þjálfarateymi KA. Vísir/Hulda Margrét KA vann 4-2 sigur á Keflavík á Akureyri í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og gulltryggði KA stigin þrjú. Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann