Hvati til orkuskipta Jóna Bjarnadóttir skrifar 22. september 2023 08:00 Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar