Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 13:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma Mynd: Maccabi Tel Aviv Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson
Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira