Félagsleg samskipti eru forsenda góðrar heilsu Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 19. september 2023 12:31 Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Félagsmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun