Félagsleg samskipti eru forsenda góðrar heilsu Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 19. september 2023 12:31 Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Félagsmál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun