Markalaust í Meistaradeildarendurkomu Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 16:41 AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð F-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Newcastle í Meistaradeild Evrópu í um tuttugu ár og fær liðið afar krefjandi verkefni í F-riðli þar sem AC Milan, Paris Saint-Germain og Dortmund verða mótherjar þeirra. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi heimamanna í AC Milan vildi boltinn ekki inn og niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og liðin skipta stigunum á milli sín. Á sama tíma mættust Young Boys og RB Leipzig í G-riðli þar sem gestirnir frá Þýskalandi höfðu betur, 1-3. Mohamed Simakan, Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu um markaskorun Leipzig, en Mezchack Elia skoraði eina mark Young Boys. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð F-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Newcastle í Meistaradeild Evrópu í um tuttugu ár og fær liðið afar krefjandi verkefni í F-riðli þar sem AC Milan, Paris Saint-Germain og Dortmund verða mótherjar þeirra. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi heimamanna í AC Milan vildi boltinn ekki inn og niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og liðin skipta stigunum á milli sín. Á sama tíma mættust Young Boys og RB Leipzig í G-riðli þar sem gestirnir frá Þýskalandi höfðu betur, 1-3. Mohamed Simakan, Xaver Schlager og Benjamin Sesko sáu um markaskorun Leipzig, en Mezchack Elia skoraði eina mark Young Boys.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti