Þögn þingmanna er ærandi Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 18. september 2023 06:00 Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun