Sveindís Jane Jónsdóttir hóf leik á vængnum hjá Wolfsburg á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í „tíunni“ á bakvið framherja Leverkusen. Karólína Lea er á láni hjá félaginu frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.
Segja má að heimakonur hafi verið of stór biti fyrir gestina frá Leverkusen en eftir 21 mínútu var staðan orðin 2-0. Lena Oberdorf kom Wolfsburg yfir og Lena Lattwein með mörkin. Þar sem ekki var meira skorað í fyrri hálfleik var staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsklefa eftir að flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Í upphafi síðari hálfleiks gerði Sveindís Jane endanlega út um leikinn og var svo tekin af velli eftir tæplega klukkustund. Karólína Lea var tekin af velli tíu mínútum síðar en hvorugu liðinu tókst að skora og lokatölur því 3-0 Wolfsburg í vil.
47' Quasi mit dem Wiederanpfiff! Sveindis erhöht auf #WOBB04 3:0 #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen pic.twitter.com/4aUPN2AjQh
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 17, 2023
Um var að ræða 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar og Wolfsburg því með 3 stig en Leverkusen án stiga.