Nærri allt liðið missti af fluginu vegna kaffibolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 23:01 Ekki kemur fram hvaða leikmenn misstu af fluginu. Gabriel Jimenez Lorenzo/Getty Images Leikur Sevilla og Las Palmas í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu á Spáni, var tímabundið í hættu eftir að nærri allt lið Las Palmas ákvað að fá sér kaffibolla á flugvellinum áður en flogið var til Andalúsíu. Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira