Fyrirliðinn Ingibjörg var á sínum stað í vörn Vålerenga þegar liðið sótti Åsane heim. Staðan var markalaus framan af leik en á 82. mínútu kom Ingibjörg gestunum yfir eftir sendingu frá Selmu Pettersen.
Það stefndi í mikilvægan sigur Vålerenga en því miður fyrir Ingibjörgu og stöllur þá jafnaði heimaliðið á 94. mínútu og þar við sat, lokatölur 1-1.
Poengdeling mot Åsane pic.twitter.com/O8x8SbgjyX
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 16, 2023
Vålerenga hefur nú aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og er þremur stigum á eftir toppliði Rosenborgar sem vann 3-0 sigur á Røa. Selma Sól Magnúsdóttir lagði upp annað mark Rosenborgar.
Fréttin hefur verið uppfærð.