Það var Aníta Lind Daníelsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún kom Keflvíkingum í forystu eftir tæplega hálftíma leik.
Reyndist það eina mark leiksins og niðurstaðan því 1-0 sigur Keflavíkur.
Á sama tíma unnu Stólarnir unnu afar öruggan 7-2 sigur og tryggðu sér um leið áframhaldandi veru í deildinni ásamt Keflvíkingum.
ÍBV er hins vegar á leiðinni niður í Lengjudeildina með Selfyssingum, sem eins og áður segir voru nú þegar fallnir úr deildinni.