Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson skrifar 16. september 2023 14:01 Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun