Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 13:11 Krista afhendir Ásmundi Einari hér undirskriftalistann. Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01