Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 07:42 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf.. Stöð 2/Egill Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. Tilkynnt var um það í gær að Matvælastofnum hefði stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Í tilkynningu sagði að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson að frávikið eigi sér eðlilegar skýringar. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Eftirlitsmaður hafi þysjað inn Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Kristján hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að Matvælastofnum hefði stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Í tilkynningu sagði að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson að frávikið eigi sér eðlilegar skýringar. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Eftirlitsmaður hafi þysjað inn Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Kristján hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent