Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 21:59 Forstjóri MAST segir að við veiðar fyrsta hvalsins á veiðitímabilinu hafi eitthvað brugðist. Það verði að gera úrbætur áður en leyft verður að veiða fleiri langreyðar á Hval 8. Vísir/Arnar Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35