Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 16:56 Þetta plakat er meðal þess sem sagt er tekið út úr samhengi. Stöð 2/Sigurjón Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu. Í henni segir að fullt tilefni sé til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri. Íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það falli meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða. Á Íslandi séu í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Samkvæmt lögum um grunnskóla sé rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eigi grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir feli meðal annars í sér víðtæka fræðslu. Fræðsla taki tillit til aldurs og þroska Öll fræðsla taki tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi. Hinsegin fræðsla sé ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjalli um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum. Kynfræðsla snúist um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla sé einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 séu unnin í samstarfi við unglinga sem hafi áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin séu kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn séu gjarnan útsett fyrir klámi og veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi. Eftirfarandi skrifa undir yfirlýsinguna: Stjórnarráð Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga,Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin '78 og Heimili og skóli, landssamtök foreldra.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Kynlíf Tengdar fréttir „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34 „Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. 13. september 2023 22:34
„Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. 13. september 2023 21:01
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00