Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa 14. september 2023 16:47 Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina segir það ekki hafa verið fyrirséð að MAST myndi stöðva hvalveiðar. Vísir/Arnar Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. „Ég fagna því að þetta skip hafi verið stöðvað. Samt auðvitað spurði ég mig sjálfa strax að því af hverju bæði skipin hafi ekki verið stöðvuð og hef einhvern veginn ekki fengið skýringar á því,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið tilkynnti stofnunin um tímabundna stöðvun á veiðum Hvals 8 vegna alvarlegra brota á lögum um velferð dýra við veiðar á langreyði. Stöðvunin hefur gildi þar til úrbætur hafa farið fram og verið sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. „En þetta eru stór tímamót, að MAST skuli yfirhöfuð nota þau verkfæri sem þau hafa til þess að framfylgja lögum um dýravelferð þannig að við fögnum því alveg innilega og vonum bara að þetta verði til þess að Hvalur 9 verði líka stöðvaður og að þetta verði til þess að hvalveiðar stöðvist til frambúðar.“ Valgerður segist fagna þessum áfanga. Þó segist hún ekki vita hver verði næstu skref. Hún voni það besta. Var þetta fyrirséð? „Nei, þetta var alls ekki fyrirséð. Samkvæmt okkar fólki og þeim sem hafa lesið reglugerðina þá einmitt virtust ekki vera viðurlög við því að brjóta lög í reglugerðinni sem við gátum séð en greinilega er eitthvað sem MAST telur sig geta gert samkvæmt nýrri reglugerð og það er bara mjög ánægjulegt að þau séu að gera það.“ Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég fagna því að þetta skip hafi verið stöðvað. Samt auðvitað spurði ég mig sjálfa strax að því af hverju bæði skipin hafi ekki verið stöðvuð og hef einhvern veginn ekki fengið skýringar á því,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið tilkynnti stofnunin um tímabundna stöðvun á veiðum Hvals 8 vegna alvarlegra brota á lögum um velferð dýra við veiðar á langreyði. Stöðvunin hefur gildi þar til úrbætur hafa farið fram og verið sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. „En þetta eru stór tímamót, að MAST skuli yfirhöfuð nota þau verkfæri sem þau hafa til þess að framfylgja lögum um dýravelferð þannig að við fögnum því alveg innilega og vonum bara að þetta verði til þess að Hvalur 9 verði líka stöðvaður og að þetta verði til þess að hvalveiðar stöðvist til frambúðar.“ Valgerður segist fagna þessum áfanga. Þó segist hún ekki vita hver verði næstu skref. Hún voni það besta. Var þetta fyrirséð? „Nei, þetta var alls ekki fyrirséð. Samkvæmt okkar fólki og þeim sem hafa lesið reglugerðina þá einmitt virtust ekki vera viðurlög við því að brjóta lög í reglugerðinni sem við gátum séð en greinilega er eitthvað sem MAST telur sig geta gert samkvæmt nýrri reglugerð og það er bara mjög ánægjulegt að þau séu að gera það.“
Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira