Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2023 14:35 Brotin við veiðarnar eru talin alvarleg að mati Matvælastofnunar. Egill Aðalsteinsson Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Ennfremur segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýrið „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 hafa veitt ellefu langreyðar hið minnsta frá því að vertíð hófst að nýju eftir að matvælaráðherra heimilaði veiðar á ný með strangari skilyrðum með tilliti til dýraverndar. Geta takmarkað eða stöðva veiðarnar Greint var frá því í síðustu viku að tilkynnt hafi verið um tvískotinn hval í veiðiferðum Hvals 8 og 9. Var haft eftir Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun, að þegar slík atvik kæmu upp þyrfti Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem lýsa skuli atvikinu og greina mögulegar orsakir þess. Þá yrði atvikið rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Matvælastofnun meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar haldi áfram. Þóra benti jafnframt á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili Matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Tengdar fréttir Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Ennfremur segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýrið „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 hafa veitt ellefu langreyðar hið minnsta frá því að vertíð hófst að nýju eftir að matvælaráðherra heimilaði veiðar á ný með strangari skilyrðum með tilliti til dýraverndar. Geta takmarkað eða stöðva veiðarnar Greint var frá því í síðustu viku að tilkynnt hafi verið um tvískotinn hval í veiðiferðum Hvals 8 og 9. Var haft eftir Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun, að þegar slík atvik kæmu upp þyrfti Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem lýsa skuli atvikinu og greina mögulegar orsakir þess. Þá yrði atvikið rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Matvælastofnun meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar haldi áfram. Þóra benti jafnframt á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili Matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Tengdar fréttir Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51