Eftir aðeins átta mánuði í starfi hefur Fernando Santos verið rekinn sem þjálfari pólska landsliðsins í fótbolta. Brottreksturinn kemur í kjölfar 2-0 taps gegn Albaníu í undankeppni EM. Santos tók svo við pólska landsliðinu í byrjun eftir brottrekstur sinn frá því portúgalska. Hann stýrði liðinu í sex leikjum, tapaði þremur og vann þrjá.
[KOMUNIKAT]
— PZPN (@pzpn_pl) September 13, 2023
Polski Związek Piłki Nożnej informuje, że z dniem 13 września 2023 roku trener Fernando Santos przestał pełnić obowiązki selekcjonera reprezentacji Polski.
Szczegóły... ⤵️
Santos stýrði portúgalska landsliðinu frá árinu 2014 og varð Evrópumeistari með þeim. Þjálfarinn hlaut mikla gagnrýni fyrir að setja Cristiano Ronaldo á varamannabekkinn í báðum útsláttarleikjum Portúgals á HM í Katar 2022. Portúgal vann fyrri leikinn en datt svo út gegn Marokkó í 8-liða úrslitum og þjálfarinn var rekinn í kjölfarið.
Pólska landsliðið situr í 4. sæti E-riðils í undankeppni EM og á enn góðan möguleika á því að komast í lokakeppnina.