„Man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2023 20:01 Martin verður frá næstu 8-10 vikurnar eftir aðgerð sem hann fór í morgun. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gekkst í dag undir aðgerð á hné. Sama hné og hann sleit krossband í fyrir ekki svo löngu. Ákveðið bakslag kom upp en hann vonast til að verða ekki lengi frá. Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin. Spænski körfuboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira