„Man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2023 20:01 Martin verður frá næstu 8-10 vikurnar eftir aðgerð sem hann fór í morgun. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gekkst í dag undir aðgerð á hné. Sama hné og hann sleit krossband í fyrir ekki svo löngu. Ákveðið bakslag kom upp en hann vonast til að verða ekki lengi frá. Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin. Spænski körfuboltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sjá meira
Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sjá meira