Íslandsvinurinn geðþekki leggur landsliðsskóna á hilluna eftir tuttugu og sex ára feril Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:31 Lima yfirgefur völlinn sem lansliðsmaður Andorra í síðasta skipti í gærkvöldi. Vísir/EPA Hinn 43 ára gamli Ildefons Lima hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Andorra. Frá þessu greinir Lima í færslu á samfélagsmiðlum en hann hefur verið hluti af landsliði Andorra síðastliðin 26 ár. Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira