Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu: Orri leiðir sóknarlínuna Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 17:34 Orri fær stórt tækifæri til að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Getty Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir leik liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í kvöld, hefur verið opinberað. Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn