Um matsmál: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 11. september 2023 10:30 Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist eftir mig 4. ágúst síðastliðinn lýsti ég því hvernig unnt er að þenja dómsmál út og gera þau þannig margfalt dýrari, sem erfiðast væri fyrir þann aðila málsins sem hefur minna milli handanna. Ég held samt að enginn einn þáttur dómsmála geti verið eins undirlagður þenslu og þegar svokallað mat fer fram og er þó af nógu að taka. Tilgangur mats í dómsmáli er að svokallaður matsmaður kveði upp úrskurð um einhvern þátt málsins. Hann er einungis kallaður til þegar fá þarf álit einhvers konar sérfræðings í því atriði sem á að meta. Sá sem biður um matið er kallaður matsbeiðandi en hinn aðili málsins er kallaður matsþoli. Samkvæmt lögunum eiga málflytjendur að stýra matsmáli saman sem þýðir í raun að það er matsbeiðandinn sem gerir það að nafninu til. Dómarinn kemur þar hvergi nærri nema annar hvor aðili málsins beini kæru til hans út af einhverju sem honum finnst mikilvægt. Hvað varðar einstök atriði veit hann ekki einu sinni hvað er að gerast í þessum hluta málsins sem hann á síðar að dæma í. Þar sem kerfið byggir á því að matsbeiðandinn stýri málinu en ekki dómarinn gefur það augljóslega möguleika á að matsmaðurinn geti hreinlega svindlað á honum. Hann er í mjög erfiðri stöðu til þess að verjast því. Hann yrði þá að bjóða honum birginn sem hann á svo allt undir varðandi niðurstöðuna. Það fannst mér gerast í því dómsmáli sem ég lenti í og notað er sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók: Réttlæti hins sterka. Ádeila á Dómskerfið og Alþingi. Mér fannst yfirmatsmennirnir tvöfalda og jafnvel þrefalda verðið eftir að þeir voru dómkvaddir og skila miklu rýrari rökstuðningi fyrir sínum niðurstöðum en látið var í veðri vaka að þeir myndu gera þegar stuttlega var rætt við þá áður en mælt var með þeim við dómarann. Þegar þarna var komið sögu var hins vegar ekki aftur snúið. Þar sem dómarinn á ekki einu sinni þátt í stjórn matsmála geta þau verið nánast endalaus gróðrarstía fyrir deilur um allt milli himins og jarðar. Það verður að segjast eins og er að tafirnar, ruglið, óstjórnin og þenslan á kostnaðinum eru þarna magnaðar upp í annað veldi. Nærvera dómarans í öðrum þáttum málsins slær þrátt fyrir allt dálítið á glundroðann og er hann þó nógur fyrir eins og lýst var í greininni 4. ágúst síðast liðinn. Mér virðist dómskerfið vera að mörgu leyti hannað utan um svona málsmeðferðir. Mér sýnist að það byggist bara á ímyndunaraflinu hvernig unnt er að gera hvað sem er tortryggilegt sem viðkemur matsmáli í því skyni að teygja málið og toga. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hreinlega ljúga einhverju upp sem geri það að verkum. Ekkert virðist að því að reyna að hafa í gegn með einhverjum ráðum að málið dragist á langinn og um leið að bölsótast yfir því (við dómarann) að það geri það. Síðan er unnt að kæra til dómara að málið sé allt í vitleysu (sem hann er sjálfur búinn að koma því í) og heimta jafnvel að lokum að hætt verði við allt saman. Nákvæmlega þannig fannst mér það vera í dómsmálinu sem ég lenti í. Tíminn sem fer í allt þetta er síðan notaður til enn frekari áherslu á að ekki megi taka meiri tíma til þess að afla frekari sönnunargagna. Sannleikurinn er sá að mál geta hæglega farið þannig að matsbeiðandinn reynir að stýra málinu einhvern veginn í höfn en matsþolinn getur ráðið því innan víðra marka með alls konar rugli hvernig hann gerir það. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir að matið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þarna finnst mér misindismönnum virkilega vera boðið upp í dans. Þarna er þeirra tækifæri. Flækja málið eins og unnt er og sigurinn gæti þar með verið unninn. Niðurstaðan er sú að sá aðili málsins sem hefur þá hagsmuni að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn getur það innan víðra marka. Hann þarf bara dálítið hugarflug til þess. Alþingi hefur séð til þess með sínum lagasetningum að hann geti það. Öllu ferlinu í sambandi við matsmálin verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn verður að taka að sér stjórn á öllu ferlinu. Hann eða einhver á hans vegum þarf að sjá um öll samskipti við matsmenn. Þá er bara eftir að spyrja hvort þetta geti gengið svona? Ég tel svo ekki vera. Ég tel hreinlega að taka þurfi allt dómskerfið í gegn í því skyni að réttlætis- og nútímavæða það. Þar er matskerfið augljóst dæmi um það sem einna brýnast yrði að taka í gegn. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun