Þetta má sjá á myndum sem Vísi bárust í morgun. Sá sem tók myndirnar segir röðina í öryggisleit hafa teygt sig um alla flugstöð og ferðalangar hvorki komist lönd né strönd í langan tíma.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að ekki megi rekja örtröðina til nokkurs konar bilunar. Einfaldlega hafi verið um tímabundna undirmönnun vegna veikinda að ræða en nú sé búið að finna afleysingarstarfsmenn. Verið sé að vinna töfina upp og því ætti ástandið að vera komið í eðlilegt horf fljótlega.