Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Þar segir að bíllinn sem um ræðir sé hvítur að lit og hafi verið á suðurleið. Ekki liggi fyrir frekari lýsing á bílnum.
„Ökumaður bifreiðarinnar er hvattur til að gefa sig fram eða setja sig í samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í gegnum Neyðarlínuna, 112.
Þá eru þeir sem telja sig hafa upplýsingar um ákeyrsluna, bifreiðina eða ökumanninn beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri með sama hætti,“ segir í færslunni.