Juventus úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 14:02 Sara Björk með boltann í leik Juventus á miðvikudag. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði í dag gegn Frankfurt eftir vítakeppni. Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira
Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira