Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 12:01 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Einar Árnason Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26