Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 22:32 Haukar gengu án efa súrir af velli í Kópavoginum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10. Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10.
Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira