„Við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 20:59 Jóhann Berg var fyrirliði Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði liðið hafa gert mistök á báðum endum vallarins. „Þetta er gríðarlega svekkjandi og við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum sem er náttúrulega ekki nógu gott. Við ætluðum okkur sex stig og það er ekki að takast og það er bara næsti leikur,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í Lúxemborg í kvöld. „Við gerum of mörg mistök í dag, við sköpuðum okkur líka færi sem við þurfum að klára og við vitum það manna best.“ Heimamenn komust yfir strax í upphafi leiks eftir að dæmd var vítaspyrna. Dómari leiksins fór í VAR-skjáinn og stóð við sinn dóm. „Ég sá þetta ekki nógu vel, ég þarf að sjá þetta aftur. Þeir auðvitað skoðuðu þetta nokkuð vel og gefa vítaspyrnuna og þetta er klaufalegt hjá okkur. Einn bolti innfyrir og við eigum að díla við svoleiðis,“ sagði Jóhann Berg en Hörður Björgvin Magnússon var hikandi í sínum varnarleik þegar vítaspyrnan var dæmd og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu sömuleiðis. „Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að gefa þeim forskot því mér fannst við fínir úti á velli. Það voru of mörg mistök á báðum endum, við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar.“ „Er ekkert að spá í því núna“ Varnarleikur Íslands í dag var ósannfærandi en batamerki höfðu sést á honum eftir fyrstu leiki liðsins undir stjórn Åge Hareide. „Við fáum á okkur þrjú mörk og það er bara ekki nógu gott, við vitum það. Við getum ekki gert svona mörg mistök, í landsliðsfótbolta er það ekki hægt. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það fljótt því næsti leikur er á mánudaginn.“ Jóhann Berg sagðist ekki spá í stöðu Íslands í riðlinum. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári svo gott sem úr sögunni. „Ég veit það ekki og er ekki að spá í því núna. Ég er bara að spá í því hversu svekkjandi var að tapa þessum leik í kvöld. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er og einbeita okkur að heimaleiknum á mánudaginn. Byggja upp góða stemmningu og vinna Bosníu, það er ekkert annað í boði og það þýðir ekkert að svekkja sig eitthvað mikið lengur á þessu.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
„Þetta er gríðarlega svekkjandi og við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum sem er náttúrulega ekki nógu gott. Við ætluðum okkur sex stig og það er ekki að takast og það er bara næsti leikur,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í Lúxemborg í kvöld. „Við gerum of mörg mistök í dag, við sköpuðum okkur líka færi sem við þurfum að klára og við vitum það manna best.“ Heimamenn komust yfir strax í upphafi leiks eftir að dæmd var vítaspyrna. Dómari leiksins fór í VAR-skjáinn og stóð við sinn dóm. „Ég sá þetta ekki nógu vel, ég þarf að sjá þetta aftur. Þeir auðvitað skoðuðu þetta nokkuð vel og gefa vítaspyrnuna og þetta er klaufalegt hjá okkur. Einn bolti innfyrir og við eigum að díla við svoleiðis,“ sagði Jóhann Berg en Hörður Björgvin Magnússon var hikandi í sínum varnarleik þegar vítaspyrnan var dæmd og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu sömuleiðis. „Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að gefa þeim forskot því mér fannst við fínir úti á velli. Það voru of mörg mistök á báðum endum, við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar.“ „Er ekkert að spá í því núna“ Varnarleikur Íslands í dag var ósannfærandi en batamerki höfðu sést á honum eftir fyrstu leiki liðsins undir stjórn Åge Hareide. „Við fáum á okkur þrjú mörk og það er bara ekki nógu gott, við vitum það. Við getum ekki gert svona mörg mistök, í landsliðsfótbolta er það ekki hægt. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það fljótt því næsti leikur er á mánudaginn.“ Jóhann Berg sagðist ekki spá í stöðu Íslands í riðlinum. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári svo gott sem úr sögunni. „Ég veit það ekki og er ekki að spá í því núna. Ég er bara að spá í því hversu svekkjandi var að tapa þessum leik í kvöld. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er og einbeita okkur að heimaleiknum á mánudaginn. Byggja upp góða stemmningu og vinna Bosníu, það er ekkert annað í boði og það þýðir ekkert að svekkja sig eitthvað mikið lengur á þessu.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira