Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2023 07:33 Svo virðist sem tveir skutlar hafi verið notaðir á dýrið en samtökin segja að meðfylgjandi myndir hafi verið teknar af liðsmönnum samtakanna í hvalstöðinni snemma í morgun. Paul Watson Foundation Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. Tvö dýr höfðu verið drepin í gærdag en Morgunblaðið greinir frá því að Hvalur 9 hafi náð öðru dýri í gærkvöldi. Þar er haft eftir stöðvarstjóranum í hvalstöðinni að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir aðstæður en blindaþoka og leiðindaveður var á svæðinu. Hann segir ennfremur ólíklegt að skipin fari aftur út á næstunni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Paul Watson Foundation Dýraverndunarsamtökin Paul Watson Foundation sendu fréttastofu myndir af því þegar hvalirnir voru dregnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði snemma í morgun. Imogen Sawyer, talskona samtakanna segir að á myndunum megi augljóslega sjá að eitt dýrið hið minnsta hafi verið skotið tvisvar sinnum með hvalskutli. Einn skutullinn virðist hafa hafnað fyrir ofan kjaft dýrsins og hinn í síðu þess. Paul Watson Foundation Samtökin segja þetta þetta augljóst brot á dýraverndarlögunum en í nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem Svandís Svavarsdóttir setti áður en veiðar voru heimilaðar að nýju segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Að mati samtakanna er ómögulegt að það hafi tekist í þessu tilfelli þar sem það taki rúmar 120 sekúndur að hlaða skutulbyssuna og skjóta á ný. Þetta vinnulag samræmist ekki íslenskum lögum um velferð dýra að mati samtakanna. Hvalveiðar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Tvö dýr höfðu verið drepin í gærdag en Morgunblaðið greinir frá því að Hvalur 9 hafi náð öðru dýri í gærkvöldi. Þar er haft eftir stöðvarstjóranum í hvalstöðinni að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir aðstæður en blindaþoka og leiðindaveður var á svæðinu. Hann segir ennfremur ólíklegt að skipin fari aftur út á næstunni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Paul Watson Foundation Dýraverndunarsamtökin Paul Watson Foundation sendu fréttastofu myndir af því þegar hvalirnir voru dregnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði snemma í morgun. Imogen Sawyer, talskona samtakanna segir að á myndunum megi augljóslega sjá að eitt dýrið hið minnsta hafi verið skotið tvisvar sinnum með hvalskutli. Einn skutullinn virðist hafa hafnað fyrir ofan kjaft dýrsins og hinn í síðu þess. Paul Watson Foundation Samtökin segja þetta þetta augljóst brot á dýraverndarlögunum en í nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem Svandís Svavarsdóttir setti áður en veiðar voru heimilaðar að nýju segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Að mati samtakanna er ómögulegt að það hafi tekist í þessu tilfelli þar sem það taki rúmar 120 sekúndur að hlaða skutulbyssuna og skjóta á ný. Þetta vinnulag samræmist ekki íslenskum lögum um velferð dýra að mati samtakanna.
Hvalveiðar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent