Samkvæmt heimildum fréttastofu eru skipin væntanleg til hafnar í Hvalfirði í fyrramálið, þar sem gert verður að hvölunum.
Fyrsti hvalurinn veiddist laust fyrir hádegi á Hval 8. Áhöfnin á Hval 9 veiddi svo aðra langreyði nokkrum klukkutímum síðar. Ákveðið var að Hvalur 8 héldi strax til lands og má því telja að hvalverkun hefjist við birtingu á morgun.
Mótmæli fyrirhugaðra hvalveiða vöktu töluverða athygli í vikunni en þær Anahita Babei og Elissa Bijou dvöldu í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í samtals 33 klukkustundir. Þá hótuðu Hollywoodstjörnur á borð við James Cameron og Leonardo DiCaprio að hætta að koma hingað til lands með kvikmyndaverkefni, eða taka þátt í slíkum verkefnum hér á landi, ef af veiðunum yrði.