„Væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum farið á annað stórmót“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í leiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót. Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira