Frumsýndu lag og boðuðu fyrstu nýju plötuna í tæpa tvo áratugi Árni Sæberg skrifar 6. september 2023 23:11 Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood fyrir viðburðinn í dag. TOLGA AKMEN/EPA Rokkgoðsagnirnar í The Rolling Stones frumsýndu í dag nýtt lag og tónlistarmyndband og boðuðu útgáfu nýrrar plötu, þeirrar fyrstu frá árinu 2005. Platan kemur út þann 20. október næstkomandi og ber heitið Hackney Diamonds, eða Hackney demantar. Hackney er hverfi í Lundúnum, þar sem hljómsveitin var stofnuð, og Hackney diamonds er breskt slangur yfir glerbrot á vettvangi innbrots. Hljómsveitin kynnti plötuna í hverfinu í dag á viðburði þar sem spjallþáttastjórnandinn geðþekki Jimmy Fallon spurði meðlimi hljómsveitarinnar um efni hennar. Platan samanstendur af tólf nýjum lögum, þar af tveimur sem tekin voru upp ásamt Charlie Watts heitnum, trymbli hljómsveitarinnar til áratuga sem lést árið 2021. Trymbillinn Steve Jordan hefur tekið sæti Watts og spilar nú ásamt þeim Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood. Richards sagði á viðburðinum í dag að það hefði verið erfitt að taka plötuna upp án Watts en að hann hefði veitt blessun sína fyrir því að Jordan tæki við af honum fyrir andlát hans. Fengu stórstjörnur í lið með sér Ásamt því að kynna plötuna frumsýndu þeir félagar nýja lagið Angry og tónlistarmyndband við það. Leikkonan Sydney Sweeney, sem hefur getið sér gott orð undanfarið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Euphoria og The White Lotus, leikur aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandinu. Þá kom fram á viðburðinum í dag að stórstjarnan Lady Gaga syngi inn á plötuna og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sagan segi að sjálfir Sir Paul McCartney og Stevie Wonder geri það sömuleiðis. Sveitin gaf síðast út smáskífu árið 2016. „Við höfum verið á tónleikaferðalagi nánast sleitulaust síðan þá og kannski vorum við aðeins of latir. Síðan sögðum við „setjum okkur frest.“,“ sagði Jagger í dag. Tónlist Bretland Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Platan kemur út þann 20. október næstkomandi og ber heitið Hackney Diamonds, eða Hackney demantar. Hackney er hverfi í Lundúnum, þar sem hljómsveitin var stofnuð, og Hackney diamonds er breskt slangur yfir glerbrot á vettvangi innbrots. Hljómsveitin kynnti plötuna í hverfinu í dag á viðburði þar sem spjallþáttastjórnandinn geðþekki Jimmy Fallon spurði meðlimi hljómsveitarinnar um efni hennar. Platan samanstendur af tólf nýjum lögum, þar af tveimur sem tekin voru upp ásamt Charlie Watts heitnum, trymbli hljómsveitarinnar til áratuga sem lést árið 2021. Trymbillinn Steve Jordan hefur tekið sæti Watts og spilar nú ásamt þeim Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood. Richards sagði á viðburðinum í dag að það hefði verið erfitt að taka plötuna upp án Watts en að hann hefði veitt blessun sína fyrir því að Jordan tæki við af honum fyrir andlát hans. Fengu stórstjörnur í lið með sér Ásamt því að kynna plötuna frumsýndu þeir félagar nýja lagið Angry og tónlistarmyndband við það. Leikkonan Sydney Sweeney, sem hefur getið sér gott orð undanfarið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Euphoria og The White Lotus, leikur aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandinu. Þá kom fram á viðburðinum í dag að stórstjarnan Lady Gaga syngi inn á plötuna og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sagan segi að sjálfir Sir Paul McCartney og Stevie Wonder geri það sömuleiðis. Sveitin gaf síðast út smáskífu árið 2016. „Við höfum verið á tónleikaferðalagi nánast sleitulaust síðan þá og kannski vorum við aðeins of latir. Síðan sögðum við „setjum okkur frest.“,“ sagði Jagger í dag.
Tónlist Bretland Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira