Forréttindi að fá að vera rotta af og til Íris Hauksdóttir skrifar 8. september 2023 07:00 Þórey Birgisdóttir fer með fjölbreytt hlutverk um þessar mundir. aðsend Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann. Þórey útskrifaðist af leikarabraut Listaháskólans árið 2018 og hefur að mestu starfað við Þjóðleikhúsið síðan þá. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Pílu í fjölskyldusýningunni Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar fyrr í vor. Samhliða Draumaþjófinum leikur Þórey í sýningunni Sund sem sýnd er í Tjarnarbíó. Minnir smá á mig þegar ég var yngri „Ég leik Pílu í Draumaþjófinum sem er sjúklega æst rotta, minnir smá á mig þegar ég var yngri, og er kannski ennþá, ég veit það ekki, en það er ótrúlega gaman. Leikhópurinn er alveg frábær og það eru algjör forréttindi að fá að vera rotta svona af og til. Þórey var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Draumaþjófinum. aðsend Síðastliðin tvö ár hef ég svo leikið Láru í jólaleikritinu um Láru og Ljónsa, sögu byggða á bókum Birgittu Haukdal sem hefur verið yndislegt en það er gaman að breyta til og bregða sér í sundbolinn.“ Tala um fátt annað en framkvæmdir Að leikhúsinu aðskildu eru þau Þórey og Hákon Jóhannesson, leikari og sambýlismaður hennar, að taka í gegn íbúð sem þau festu kaup á nýverið. Framkvæmdirnar hafa heltekið líf Þóreyjar.aðsend „Það hefur heltekið mig síðustu mánuði og vinir mínir gera óspart grín um hvort ég viti núna allt um handklæðaofna og fleira slíku líkt. Það er því nokkuð ljóst að ég tala um fátt annað en framkvæmdir.“ Þórey segir það svakalegt verkefni að ráðast í eitthvað þessu líkt. „Við ætluðum ekkert að ganga svona langt en þegar maður byrjar getur maður ekki hætt, eða fær ekki að hætta sökum óútreiknanlegra þátta sem þarf að sinna. Eitt verkefni klárast og tvö önnur bætast við. Þetta hefur bæði verið krefjandi en svo skemmtilegt á sama tíma. Ég er búin að læra svo mikið og kann allskonar ný flott orð eins og forskalaður veggur, sem er nýja uppáhalds orðið mitt í dag. Svo er ég farin að að banka í veggi hjá fjölskyldumeðlimum og tala um allt frá rafmagni yfir í takkadúka. Ég er í raun að kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Keypti mér meira að segja glæsilegar iðnaðar-vinnubuxur til að þykjast vera fagmaður og er búin að horfa á alla Gulli byggir þættina.“ Sturlaður aðdáandi Eurovision Þórey er ekki bara leikkona og handverkskona þegar kemur að hverskyns framkvæmdarvinnu því hún á sér áralangan feril sem dansari. Hæfileikana á hún ekki langt að sækja því móðir hennar var dansari og dansaði meðal annars í Eurovision árið 1997 með Páli Óskari. Þórey vildi um tíma láta kalla sig: Þórey Páll Óskar Birgisdóttir sökum aðdáunar sinnar á söngvaranum Páli Óskari.aðsend „Ég hef verið mikill Eurovision aðdáendi alveg frá því að mamma dansaði í Minn hinsti dans en þá var ég bara þriggja ára og fannst rosa flott að mamma væri að dansa í sjónvarpinu. Ég var líka alveg heilluð af Páli Óskari og vildi helst láta kalla mig Þórey Páll Óskar Birgisdóttir á þessu tímabili.“ Troðfylltu Tjarnarbíó Spurð um plön fyrir helgina segir Þórey þau vera fjölbreytt þó meginþemað snúi að leikhúsinu eins og svo oft. „Ég er að taka mótorhjólapróf svo ég mun byrja á því að taka ökutíma á laugardagsmorgninum, skella mér svo í stutta hestaferð sem ég fékk í jólagjöf, enda svo daginn á því að sýna Sund í Tjarnarbíó um kvöldið. Þórey í hlutverki sínu í sýningunni Sund sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó.aðsend Við frumsýndum í lok ágúst við frábærar undirtektir, troðfylltum Tjarnarbíó á annarri sýningu og vorum að bæta við fleiri sýningum í sölu. Þetta er algjör feel-good sýning sem er sprottin út frá sundmenningu þjóðarinnar. Auk Þóreyjar leika þau Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Kjartan Darri Kristjánsson í sýningunni Sund.aðsend Á sunnudaginn skipti ég svo um hlutverk og klæði mig í rottugallann og sýni Draumaþjófinn. Þórey í hlutverki sínu sem Píla í Draumaþjófnum. aðsend Ef einhver er að reyna að átta sig á týpunni sem ég er þá er ég svona syngjandi og dansandi mótorhjóla rotta með gervineglur og í hvítum snickers málningabuxum. Um kvöldið ætla ég svo að sjá sýningu hjá Dansflokknum og eftir sýninguna fer ég rakleiðis heim að pakka niður fyrir leikferðalag sem ég og Hákon minn og meðleikari í þessu tilfelli erum að fara í. Við ætlum nefnilega að sýna fallegu barnasýninguna Ég Get, um landið á vegum Þjóðleikhússins og sýna fyrir leikskólabörn landsbyggðarinnar næstu vikurnar. Ég get með sanni sagt að við hlökkum mikið til þess.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Leikhús Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Þórey útskrifaðist af leikarabraut Listaháskólans árið 2018 og hefur að mestu starfað við Þjóðleikhúsið síðan þá. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Pílu í fjölskyldusýningunni Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar fyrr í vor. Samhliða Draumaþjófinum leikur Þórey í sýningunni Sund sem sýnd er í Tjarnarbíó. Minnir smá á mig þegar ég var yngri „Ég leik Pílu í Draumaþjófinum sem er sjúklega æst rotta, minnir smá á mig þegar ég var yngri, og er kannski ennþá, ég veit það ekki, en það er ótrúlega gaman. Leikhópurinn er alveg frábær og það eru algjör forréttindi að fá að vera rotta svona af og til. Þórey var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Draumaþjófinum. aðsend Síðastliðin tvö ár hef ég svo leikið Láru í jólaleikritinu um Láru og Ljónsa, sögu byggða á bókum Birgittu Haukdal sem hefur verið yndislegt en það er gaman að breyta til og bregða sér í sundbolinn.“ Tala um fátt annað en framkvæmdir Að leikhúsinu aðskildu eru þau Þórey og Hákon Jóhannesson, leikari og sambýlismaður hennar, að taka í gegn íbúð sem þau festu kaup á nýverið. Framkvæmdirnar hafa heltekið líf Þóreyjar.aðsend „Það hefur heltekið mig síðustu mánuði og vinir mínir gera óspart grín um hvort ég viti núna allt um handklæðaofna og fleira slíku líkt. Það er því nokkuð ljóst að ég tala um fátt annað en framkvæmdir.“ Þórey segir það svakalegt verkefni að ráðast í eitthvað þessu líkt. „Við ætluðum ekkert að ganga svona langt en þegar maður byrjar getur maður ekki hætt, eða fær ekki að hætta sökum óútreiknanlegra þátta sem þarf að sinna. Eitt verkefni klárast og tvö önnur bætast við. Þetta hefur bæði verið krefjandi en svo skemmtilegt á sama tíma. Ég er búin að læra svo mikið og kann allskonar ný flott orð eins og forskalaður veggur, sem er nýja uppáhalds orðið mitt í dag. Svo er ég farin að að banka í veggi hjá fjölskyldumeðlimum og tala um allt frá rafmagni yfir í takkadúka. Ég er í raun að kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Keypti mér meira að segja glæsilegar iðnaðar-vinnubuxur til að þykjast vera fagmaður og er búin að horfa á alla Gulli byggir þættina.“ Sturlaður aðdáandi Eurovision Þórey er ekki bara leikkona og handverkskona þegar kemur að hverskyns framkvæmdarvinnu því hún á sér áralangan feril sem dansari. Hæfileikana á hún ekki langt að sækja því móðir hennar var dansari og dansaði meðal annars í Eurovision árið 1997 með Páli Óskari. Þórey vildi um tíma láta kalla sig: Þórey Páll Óskar Birgisdóttir sökum aðdáunar sinnar á söngvaranum Páli Óskari.aðsend „Ég hef verið mikill Eurovision aðdáendi alveg frá því að mamma dansaði í Minn hinsti dans en þá var ég bara þriggja ára og fannst rosa flott að mamma væri að dansa í sjónvarpinu. Ég var líka alveg heilluð af Páli Óskari og vildi helst láta kalla mig Þórey Páll Óskar Birgisdóttir á þessu tímabili.“ Troðfylltu Tjarnarbíó Spurð um plön fyrir helgina segir Þórey þau vera fjölbreytt þó meginþemað snúi að leikhúsinu eins og svo oft. „Ég er að taka mótorhjólapróf svo ég mun byrja á því að taka ökutíma á laugardagsmorgninum, skella mér svo í stutta hestaferð sem ég fékk í jólagjöf, enda svo daginn á því að sýna Sund í Tjarnarbíó um kvöldið. Þórey í hlutverki sínu í sýningunni Sund sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó.aðsend Við frumsýndum í lok ágúst við frábærar undirtektir, troðfylltum Tjarnarbíó á annarri sýningu og vorum að bæta við fleiri sýningum í sölu. Þetta er algjör feel-good sýning sem er sprottin út frá sundmenningu þjóðarinnar. Auk Þóreyjar leika þau Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Kjartan Darri Kristjánsson í sýningunni Sund.aðsend Á sunnudaginn skipti ég svo um hlutverk og klæði mig í rottugallann og sýni Draumaþjófinn. Þórey í hlutverki sínu sem Píla í Draumaþjófnum. aðsend Ef einhver er að reyna að átta sig á týpunni sem ég er þá er ég svona syngjandi og dansandi mótorhjóla rotta með gervineglur og í hvítum snickers málningabuxum. Um kvöldið ætla ég svo að sjá sýningu hjá Dansflokknum og eftir sýninguna fer ég rakleiðis heim að pakka niður fyrir leikferðalag sem ég og Hákon minn og meðleikari í þessu tilfelli erum að fara í. Við ætlum nefnilega að sýna fallegu barnasýninguna Ég Get, um landið á vegum Þjóðleikhússins og sýna fyrir leikskólabörn landsbyggðarinnar næstu vikurnar. Ég get með sanni sagt að við hlökkum mikið til þess.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Leikhús Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp